Hvað er pop-up borgari?

Pop-up borgari kemur bara einu sinni, í stuttan tíma og svo aldrei aftur og því mikilvægt ap missa ekki af tækifærinu til að prufa nýjasta pop-up borgarann hverju sinni!

NÆSTI POP-UP BORGARI ER VÆNTANLEGUR.

PANTA Í TAKE AWAY

Gamlir POP-UP borgarar

Nr. 15

PÁSKA POP UP að hætti Claudiu. Þessi var einfaldur en bragðgóður og spælta eggið setur smá páska svip á borgarann

Nr. 14

"Hawaii Borgari" var geggjaður og innihélt rifinn grís, karamelluseraður ananas, kókosflögur, cheddar, salat, chillimæjó og pikklaður rauðlaukur.

Nr. 13

Þessi pop-up borgari var gerður í samstarfi við South Center. Hann innhélt naut og lamba smass borgara, salat, tómata, þrefaldan ost, sveppi, lauk og bernaise sósu.

Nr. 12

Þessi pop-up borgari var í hollari kantinum og unnin í samstarfi við Studiosport Selfoss. Hann innihélt steiktan sezchuan kjúkling, salat, tómat, súrar gúrkur & ranch sósu.

Nr. 11

Hátíðarborgarinn var algjör veisla og innihélt kjöt, hvítjóla-hamborgarahrygg, salat, rauðkálssultu, ostinn Frostrós & piparróar mæjó.

Nr. 10

Shay borgari var pop-up nr.10. Hann innihélt kimchi mæjó, pikklaðan rauðlák, salat, vorlauk og þreföldum osti.

Nr. 9

"Animal Style" burger - sem innihélt buff, röstí sósu, salat, tómat, súrar gúrkur, sinnep og svissaðan lauk.

Nr. 8

Fanta pop-up borgarinn var sjúllaður! Innihélt fanta kjúkling, salat, ranch, pikklaðan rauðlauk, mangó, kóríander og sesamfræ.

Nr. 7

Pop-up burger í samstarfi við Miðbar - Hann innihélt bourbon sósu, 2x 70 gr kjöt, lauk, salat, tómata, hvítlauks aioli og ost.

Nr. 6

Árborginn sló öll met! Hann innihélt bbq sósu, hvítlauks aioli, 2x 70 gr buff, salat, tómat, beikon og karamelluseraðan lauk.

Nr. 5

Pop-up burger í samstarfi við SKOR. Innihélt 2 x 70 gr buff, kál, tómata, þrefaldan cheddar, ponzu mæjó og jalapeno.

Nr. 4

Grænmetisborgari Balla innihélt gojuchang marineraðan portobello svepp, hrásalat, hnetumix, pikklaðan rauðlauk, ranch og sesamfræ.

Nr. 3

Í samstarfi við Firefighters liðið á Flóafár - Innihélt kjúklingalæri, ranch sósu, salat, súrar gúrkur og sterka buffalo sósu.

Nr. 2

Pop-up í samstarfi við 1905 Blómahús. Blóma burger sem innihélt hindberjasultu, 2x 70 gr buff, salat, ost, brie, beikon og trufflu mæjó.

Nr. 1

Jórukósborgarinn var sá fyrsti! Hann innihélt röstí sósu, 2 x 70 gr buff, salat, tómata, ostakrem, chilisultu, beikon og pikklaðan rauðlauk.